*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 21. júní 2020 12:03

Aukinn hagnaður Icepharma

Icepharma hagnaðist um 459 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 362 milljónir króna árið áður.

Ritstjórn
Hörður Þórhallsson, forstjóri Icepharma.
Haraldur Guðjónsson

Icepharma, sem er þjónustufyrirtæki á heilbrigðismarkaði, hagnaðist um 459 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 362 milljónir króna árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 12,3 milljörðum króna og eignir námu tæplega 2,6  milljörðum króna. Eigið fé félagsins var 682 milljónir í árslok 2019.

Félagið greiddi 200 milljónir króna í arð til hluthafa sinna á árinu 2019 vegna rekstrarársins á undan. Eignarhaldsfélagið Lyng er eigandi Icepharma og Hörður Þórhallsson er forstjóri félagsins

Stikkorð: Icepharma uppgjör