Félagið Lagardére travel retail ehf. hagnaðist um 248 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 181,7 milljónir króna árið áður. Félagið rekur sælkeraverslun og veitingastaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega 3,8 milljörðum og eignir námu rúmlega 1 milljarði króna. Eiginfjárhlutfall var 51,6% í árslok 2017.

Lagardére Travel Retail SAS er stærsti hluthafi félagsins með 60% hlut í sinni eigu. Sigurður Skagfjörð Sigurðsson er framkvæmdastjóri Lagardére.