*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 17. júní 2021 11:28

Aukinn hagnaður og velta hjá Petit

Barnavöruverslunin hagnaðist um 40 milljónir króna í fyrra. Velta nam 329 milljónum króna og jókst um 71 milljón frá fyrra ári.

Ritstjórn
Gunnar Þór Gunnarsson og Linnea Ahle, eigendur Petit.
Aðsend mynd

Hagnaður barnavöruverslunarinnar Petit jókst allverulega á síðasta ári, úr 7,5 milljónum króna í ríflega 40 milljónir króna.

Tekjur verslunarinnar jukust að sama skapi og námu 329 milljónum króna, en til samanburðar námu tekjurnar 258 milljónum króna árið 2019. Eignir verslunarinnar námu 86 milljónum króna í árslok 2020 og 41 milljón króna.

Verslunin er að helmingshluta í eigu framkvæmdastjóra verslunarinnar, Linnea Ahle, en unnusti hennar, fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson, á hinn helminginn í versluninni.

Stikkorð: börn uppgjör Petit