Hagvöxtur á öðrum ársjórðungi var 6,8% miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Aukningin nemur 3% frá fyrri ársfjórðungi.

Sérfræðingar telja aukninguna að mestu leyti tilkomna vegna viðsnúnings í í útflutningi, sem jókst um rúm 12% á öðrum ársfjórðungi, en á fyrsta ársfjórðungi varð tæplega 3% samdráttur.

Greiningardeild Íslandsbanka segir hagvöxtinn í hærra lagi og að hagvöxturinn sé drifinn áfram af mikilli einkaneyslu og stóriðjuframkvæmdum.

?Aukinn kaupmáttur og hátt gengi krónu ásamt stóriðjufjárfestingum hefur síðan orðið til að stórauka innflutning umfram útflutning, sem endurspeglast í hröðum vexti viðskiptahallans. Viðskiptahallinn á fyrri helmingi þessa árs var mjög mikill eða 14% af landsframleiðslu," segir greiningardeildin.