Hagvöxtur í Danmörku jók um 0,6% á öðrum ársfjórðungi þessa árs eftir að hafa dregist saman um 0,8% á fyrsta ársfjórðungi að því er fram kemur á vef Börsen í dag.

Á fyrri helmingi ársins hefur hagvöxtur aukist um 0,2% miðað sama tíma í fyrra.

Hagvöxturinn er þó minni en Seðlabanki Danmerkur hafði gert ráð fyrir en bankinn gerði ráð fyrir um 1,2% hagvexti á öðrum ársfjórðungi. Þá hafði greiningardeild Nordea gert ráð fyrir 0,5% hagvexti.

Einkaneysla jókst um 0,3% á öðrum ársfjórðungi. Sala á bifreiðum hefur þó dregist saman um 6,5% á meðan verslun og þjónusta hefur aukist um 0,9%.