Hagvöxtur á síðasta ári í Indónesíu var sá mesti síðastliðinn áratug og er fyrst og fremst drifinn áfram af fjárfestingu og útflutningi hrávöru. Hagvöxtur á árinu 2007 var ríflega 6.3%, en það er talsverð aukning frá árinu áður (5,5%). Wall Street Journal greinir frá þessu.

Sérfræðingar gera almennt ráð fyrir að núverandi vöxtur muni halda áfram á þessu ári, en þó hefur einnig verið sagt að enn meiri vaxtar sé þörf til að koma til móts við mikið atvinnuleysi og fátækt í landinu.