Áætla má að fyrir hverja 10 dollara lækkun á heimsmarkaðsverði olíu muni hagvöxtur á Íslandi aukast um 0,2 prósentustig. Þetta kemur fram í rannsókn Hagfræðideildar Landsbankans á áhrifum olíuverðs á íslenskt hagkerfi.

Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, kynnti niðurstöðurnar á fundi bankans í Hörpu í morgun. Á fundinum var fjallað um tækifærin sem felast í lægra olíuverði.

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri smásölusviðs Olís, fjallaði einnig um áhrif olíuverðs á fyrirtækið, viðskiptavini og umhverfið. Í framhaldi fjallaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Icelandair Group um áhrif verðsins á flug og ferðaþjónustu og að endingu fjallaði Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri SFS, um samspil sjávarafurða og olíu.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)