Farsímatæknin hefur tekið stökk fram á við á þeim áratug, sem liðinn er frá því að iPhone kom fram á sjónarsviðið og segja má að snjallsímaöld hafi hafist. Sífellt aukinni eftirspurn fleiri og óseðjandi notenda hefur verið svarað með nýrri og hraðvirkari fjarskiptatækni, en samt hefur hún varla undan eftirspurninni.

Að ofan gefur að líta þróunina undanfarin ár að viðbættri spá Ericsson um framþróunina. Sem sjá má eru fyrri fjarskiptastaðlar að láta ört undan, en LTE (4G tæknin, sem er algengust í Evr­ópu) mun halda áfram að vaxa fram á næsta áratug. Árið 2022 ætlar Ericsson að 5 milljarðar LTE-áskrifta verði virkir. Áskrifendurnir verða færri, en margir þeirra hafa fleiri en eina áskrift, t.d. bæði fyrir síma, spjaldtölvu og pung.

Búast má við að 5G ballið byrji um 2020 og þá verður stuð.