Árið 2004 var byrði húsnæðiskostnaðar mjög svipað hlutfall ráðstöfunartekna leigjenda og eigenda húsnæðis eða um 17% í tilviki eigenda og 16,4% í tilviki leigjenda. Síðan þá hefur byrði húsnæðiskostnaðar hækkað sérstaklega mikið hjá leigjendum og var um 22,3% af ráðstöfunartekjum árið 2012.

Hagstofan hefur reiknað út byrði húsnæðiskostnaðar eftir hlutfalli af ráðstöfunartekjum heimila. Húsaleigubætur og vaxtabætur eru dregnar frá húsnæðiskostnaði áður en hlutfallið er reiknað.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .