Landsframleiðsla Bandaríkjanna jókst um 3,1% á þriðja ársfjórðungi þessa árs samkvæmt tölum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna . Sérfræðingar spáðu að landsframleiðslan myndi aukast um 2,8%.

Innflutningur dróst saman um 0,6% í fyrsta sinn síðan á öðrum ársfjórðungi árið 2009 en útflutningur jókst um 1,9%. Þessi aukni útflutningur er ekki talinn muni vara lengi vegna minnkandi eftirspurnar á alþjóðamörkuðum.

Útgjöld ríkisins jukust um 3,9% og einkaneysla jókst um 1,6%.

Stormurinn Sandy og deilur um fjárlög Bandaríkjanna eru talin muni hafa mikil áhrif á fjórða ársfjórðung þessa árs. Sérfræðingar spá því að landsframleiðslan muni aukast um 1,7%-1,8% á fjórða ársfjórðungi.