Íslensk skattayfirvöld munu frá og með áramótum fá allar upplýsingar um bankainnstæður í öðrum löndum. Nýjar reglur tóku gildi 1. janúar sl. og koma til framkvæmda á árinu 2017 í fyrsta skipti.

Skúli Eggert Þórðarson segir í samtali við fréttastofu RÚV að hér eftir muni ríki OECD skiptast á upplýsingum um bankareikninga, en markmið reglnanna er að stöðva skattsvik.

„Þetta hefur í för með sér að íslensk skattayfirvöld fá upplýsingar um erlendar bankainnistæður niður á nöfn og þetta fer inn á framtöl eða verður tekið síðar“

Skúli segir einnig að þetta sé samræmd aðgerð allra ríkja sem hafi það að markmiði að koma í veg fyrir að það sé leynd í kringum fjárhagsupplýsingar milli landa.