*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 18. maí 2013 15:59

Auknar kröfur til kannana

Lögmenn á stofunni Local segja aukna hreyfingu vera á markaði og að fleiri fyrirtæki séu komin úr höndum bankanna.

Edda Hermannsdóttir
Auður Ýr ásamt þeim Áslaugu Gunnlaugsdóttur og Guðrúnu Bergsteinsdóttur hjá Local.
Haraldur Guðjónsson

„Gerð áreiðanleikakannana hefur færst í aukana að undanförnu sem sýnir aukna hreyfingu á markaði. Slíkar kannanir ná utan um þætti sem skipta máli við ákvarðanatöku við kaup og sölu fyrirtækja,“ segir Auður Ýr Helgadóttir, lögmaður hjá LOCAL lögmönnum.

Lögmannsstofan sérhæfir sig í lögfræðilegri ráðgjöf á sviði fjármála-, félaga og skattaréttar en sinnir jafnframt allri almennri lögmannsþjónustu. Á meðal verkefna LOCAL lögmanna má einkum nefna gerð áreiðanleikakannana, samninga- og skjalagerð, ráðgjöf á sviði skattaréttar, úttektir og málflutning.

„Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera með allt innra skipulag, eins og skjalagerð og skjalfestar ákvarðanatökur, í lagi. Við höfum oft rekið okkur á það í tengslum við áreiðanleikakannanir að ef fyrirtæki er ekki með allt sitt á hreinu getur það reynst kostnaðarsamt þegar kemur að kaupum og sölu,“ segir Auður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.