*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Erlent 19. september 2016 07:53

Auknar líkur á bankakreppu í Kína

Líkur á bankakreppu í Kína fara hækkandi að mati Alþjóðagreiðslubankans í Basel (BIS).

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Alþjóðagreiðslubankinn í Basel (BIS) telur að líkur á bankakreppu í Kína fari hækkandi. Þetta kom fram í árshlutaúttekt bankans.

Telur Alþjóðagreiðslubankinn að álag á bankakerfið í Kína sé langt yfir hættumörkum. Bilið á milli skulda og vergrar landsframleiðslu var um 30,1 á fyrsta hluta ársins, samanborið við 25,4 á sama tíma í fyrra. Hættumörk eru talin við um 10. Að mati bankans er þetta of hátt hlutfall.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að markaðir hafa þurft að hafa áhyggjur af kínversku bönkunum. Frá árinu 2007-2008, eftir fjármálakreppuna, þá hefur kínverska ríkisstjórnin aukið við skuldir til þess að koma í veg fyrir minnkandi hagvöxt. Þar sem að bankarnir eru að mestu í eigu ríkisins, er þó talið líklegt að ríkið myndi tryggja afkomu bankanna, ef allt færi á versta veg.

Nánar er fjallað um málið á vef BBC.

Stikkorð: Kína bankakreppa BIS Kína