Auknar líkur eru á samningi milli Evrópusambandsins og Bretlands eftir fund Borish og Varadkar. Þessi aukna jákvæðni hefur haft mikil áhrif á gengi pundsins en þetta kemur fram á vef Financial Times.

Í kjölfar fundar milli Boris Johnson, Forstætisráðherra Bretlands, og Varadkar, Forsætisráðherra Írlands, eru menn jákvæðari yfir því að samningur náist áður en að Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu.

Auk þess hefur Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagst vera jákvæður í garð nýs samnings milli Evrópusambandsins og Bretlands. Samt sem áður hafi Bretland ekki enn komið fram með raunhæfa lausn á málinu að hans sögn en Evrópska leiðtogaráðið vildi ekki tjá sig um stöðu mála að svo stöddu.

Í kjölfarið af tíðindunum hefur breska pundið hækkað um 3,5% síðustu tvo viðskiptadaga sem er mesta hækkun pundsins á svo stuttum tíma síðan á tímum fjármálakreppunnar árið 2008. Pundið fæst nú fyrir 157,8 íslenskar krónur.