*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 4. október 2014 10:32

Auknar tekjur halda skútunni fljótandi

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti greiðsluuppgjör ríkissjóðs í vikunni.

Jóhannes Stefánsson
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti greiðsluuppgjör ríkissjóðs í vikunni. Þar koma fram upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda á fyrstu átta mánuðum ársins.

Greiðsluuppgjörið sýnir að tekjur ríkissjóðs hafa aukist nokkuð mikið ár frá ári og sé árið 2014 borið saman við árið 2013 kemur í ljós að tekjur hafa aukist um 16% að núvirði, úr 352 milljörðum í tæpa 405 milljarða í ár.

Útgjöld ríkissjóðs hafa hækkað um tæp 6% umfram verðbólgu á sama tímabili, úr 370 milljörðum í 391 milljarð.

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir greiðsluuppgjörið sýna að enn sé mikið verk óunnið í að ná fram aukinni hagkvæmni í ríkisrekstri. „Betur má ef duga skal. Það verður að draga enn frekar úr útgjöldum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.