*

föstudagur, 23. ágúst 2019
Innlent 14. júní 2018 08:28

Aukning bókana 38% fyrstu 5 mánuðina

Framkvæmdastjóri Bókunar segir að fjöldi bókana ferðamanna í ferðir og afþreyingu hafi aukist mikið milli ára.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hjalti Baldursson stofnandi og framkvæmdastjóri Bókunar sem er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki í ferðaþjónustu, segir hluta af gróskunni í ferðaþjónustu vera auðvelt aðgengi að markaðnum að því er Morgunblaðið segir frá.

„Sem dæmi þá sýna okkar tölur að fjöldi bókana í ferðum og afþreyingu hafi aukist um 38% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Hjalti en bandaríska stórfyrirtækið Tripadvisor keypti félag hans fyrr á árinu til að læra af reynslu félagsins hér á landi.

„Til að fara af stað með einhverja ferðaþjónustu hér á landi er nóg að fá góða hugmynd, skrá kennitöluna inn á Bókun og byrja að selja. Þetta er algjörlega byltingarkennt. Þetta hefur stuðlað að mikilli nýsköpun í ferðamennsku. Mörg fyrirtæki hafa hreinlega orðið til af því að Bókun gerði þeim kleift að verða til.“