*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 5. desember 2007 11:50

Aukning dagvöruveltu

Ritstjórn

Uppsveifla í efnahagslífinu frá vormánuðum hefur verið meiri en almennt var búist við.

Flestir mælikvarðar staðfesta það, hvort heldur þegar litið er til veltu á fasteignamarkaði, innflutnings eða greiðslukortaveltu, að innlend eftirspurn hefur aukist umtalsvert á árinu. Nýleg gögn um þróun smásöluverslunar benda einnig til að svo sé, samkvæmt því sem segir í Vefriti fjármálaráðuneytisins.

Þar segir að dagvöruvelta hafi varið jafnt vaxandi á undanförnum árum og kemur þar bæði til aukinn kaupmáttur landsmanna og fjölgun íbúa. Jafnframt má sjá á myndinni að það tók að draga úr vextinum árið 2005 og fram á árið 2007 en þá varð mikill kippur upp á við. Jafnframt sýnir myndin að sú uppsveifla sem átti sér stað í dagvöruveltu þá hefur ekki gengið til baka.