Nú er ljóst að eftir um það bil 5% samdrátt í komum erlendra ferðamanna fyrstu 5 mánuði ársins varð 7.3% aukning í júní og 1.4% í júlí. Það er því 0.9% fækkun fyrstu 7 mánuði ársins. Það er fækkun á öllum helstu mörkuðum nema frá Bandaríkjunum, en þaðan var 13.3% fjölgun, og Danmörku, þaðan var 4.8% fjölgun.