Aukning var í íbúðalánum bankanna milli september og október síðastliðinn, segir greiningardeild Glitnis.

?Er þetta í fyrsta sinn síðan í mars sem það er aukning milli mánaða í útlánum bankanna til húsnæðiskaupa,? segir greiningardeildin.

Hún segir að aukningin sé í beinu samhengi við það sem hefur verið að gerast á fasteignamarkaði.

?Velta á honum náði hámarki í mars en fór lækkandi á mánuðunum sem fylgdu í kjölfarið. Í október snérist sú þróun við og jókst velta á fasteignamarkaði milli mánaða í fyrsta sinn í hálft ár

Til grundvallar liggur m.a. gengisþróun krónunnar, lækkun verðbólgunnar, væntur bati á íbúðalánamarkaði og almennur viðsnúningur á væntingum neytenda til efnahags og atvinnuástandsins,? segir greiningardeildin.

?Aukningin á sér stað þrátt fyrir að vextir íbúðalána hafi hækkað undanfarið en þeir eru nú á bilinu 4,85% - 5,0%. Við gerum ráð fyrir að hærri vextir á íbúðalánum slái á eftirspurn á íbúðamarkaði á næstunni og í leiðinni spurn eftir húsnæðislánum,? segir greiningardeildin.