Í kjölfar heimskreppunnar árið 2008 er áætlað að um 10.000 fleiri en venjulegt er hafi tekið sitt eigið líf í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu, samkvæmt nýrri skýrslu í British Journal of Psychiatri. Þessu greinir CNN í London frá.

Þetta er mjög lág tala en hún gæti verið allt að 20.000 segir David Stuckler, félagsfræði prófessor við Oxford háskólann og einn af höfundum skýrslunnar.

Vísindamennirnir fundu að sjálfsmorðstíðni var mjög há á milli áranna 2008 og 2010 er milljónir misstu vinnu sína og heimili og skuldir jókust mikið. Það var mikil aukning í þeim sem flýttu fyrir sér en á árunum áður hafði verið lækkun í tíðninni í Evrópu og Kanada.

Sum lönd sáu ekki jafn mikla hækkun í sjálfsmorðstíðni þeirra á meðal voru Svíþjóð og Austurríki. Stuckler segir ástæðu þess vera að í löndunum tveimur var mikil aðstoð í boði til að hjálpa fólki að finna vinnu á ný, einnig voru margar konur í atvinnulífinu þar. Karlmenn eru líklegri en konur til að stytta sér aldur, því er lægri sjálfsmorðstíðni í þjóðfélögum þar sem minni pressa er á þá að vera fyrirvinna.

Í lok árs 2013 komu niðurstöður annarar rannsóknar út í British Medical Journal en þar kom fram að 5000 fleiri sjálfsmorð en gengur og gerist árið 2009, af völdum kreppunnar, hafi nærri því öll stafað af karlmönnum að taka sitt eigið líf.