Sala áfengis var 11,6% meiri nú í mars en í fyrra. Þetta kemur fram  á vef ÁTVR. Þar segir að aukninguna megi líklega að mestu skýra með því að í ár eru fimm helgar í mars en í fyrra voru þær fjórar.

Fjöldi helga hefur mikil áhrif á sölutölur mánaða enda koma tæplega 60% viðskiptavina í Vínbúðirnar á föstudögum og laugardögum. Séu tölur þessa árs borin við sama tímabil í fyrra þá er sala áfengis í lítrum 3,5% meiri nú en í fyrra. Sérstaklega hefur sala á ávaxtavínum aukist á sama tíma og sala blandaðra drykkja hefur minnkað.