Innflutningur á gljákolum jókst um 21,3% á fyrstu fimm mánuðum 2015 miðað við sama tímabil 2014. Samtals var flutt inn 50.771 tonn af gljákolum að verðmæti 1.156 milljónir króna, borið saman við 41.855 tonn að verðmæti 792 milljóna króna á sama tíma í fyrra.

„Gljákol eru notuð til framleiðslu og vinnslu á málmum,“ segir Árni Ragnarsson, verkfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum.