Hlutfall mæðra sem vinna að heiman í lausamennsku hefur aukist um 24% síðastliðin tvö ár í Bretlandi. Samkvæmt skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Demos er meginástæða þess að þær þurfi sveigjanlegri vinnutíma.

Talsmenn Demos segja í viðtali við The Guardian að þessar niðurstöður ættu að vekja stórfyrirtæki til vakningar um það að foreldrar muni finna sér aðra vinnu sem hentar fjölskyldulífstílnum ef að fyrirtækin koma ekki til móts við þau með sveigjanlegri vinnutíma.

Samkvæmt skýrslunni segja 69% kvenna að sveigjanleiki milli vinnu og fjölskyldulífs sé þeim mjög mikilvægur og sama segja 55% karlmanna. Konur eru líklegri til að vinna í lausamennsku vegna sveigjanlegri vinnutíma en karlmenn vegna aukinna tekjumöguleika.