Í skýrslu Hafrannsóknarstofnunarinnar um ástand fiskistofna og veiðiráðgjöf sem kynnt var í dag kemur fram að auka má þorskaflann um 17 þúsund tonn. Nú er kvótinn 160 þúsund tonn af þorski og má því verða 177 þúsund tonn á næsta ári. Verðmæti þorsk í úflutningi er 45 krónur/kg. Verðmæti þessarar 17 þúsund tonna aukningar er því 7,7 milljarðar ef gert ráð fyrir að allt fari í útflutning.

Í skýrslunni kemur fram að þorskafli gæti aukist um 200-250 þúsund tonn á komandi árum.

Hinsvegar fer ýsustofninn hnignandi. Hafrannsóknarstofnun leggur til að hámarksafli ýsu á næsta fiskveiðiári fari ekki yfir 37 þúsund tonn. Ýsukvótinn í ár er 50 þúsund tonn.