Hagnaður FL Group eftir skatta 23,1 milljarður króna á fyrstu sex mánuðum ársins, hagnaður á öðrum ársfjórðungi rúmir 8 milljarðar. Hagnaður eykst um 304% miðað við fyrstu sex mánuði ársins 2006 segir í frétt félagsins.

Heildareignir aukast um 56,7 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins og námu þær 319,6 milljörðum í lok annars ársfjórðungs. Eigið fé eykst um 6,8 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins og er 149 milljarðar í lok júní 2007. Arðsemi eigin fjár var 22% á öðrum ársfjórðungi og 32% á fyrri hluta ársins á ársgrundvelli.  Fjárhagsstaða félagsins er áfram sterk segir í fréttinni, eiginfjárhlutfall er 47%

Í tilkynningu er bent á nokkra hyrningarsteina á ársfjórðungnum:

Refresco lauk fjórðu yfirtöku sinni á árinu á öðrum ársfjórðungi og er nú það stærsta sinnar tegundar í Evrópu eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.

Undirritun 28 milljarða króna lánssamnings til þriggja ára við Morgan Stanley til fjármögnunar á hlutabréfaeign FL Group í Glitni banka.

Geysir Green Energy eignast 32% hlut í Hitaveitu Suðurnesja og 100% hlut í Jarðborunum hf.

Markaðsviðskiptasvið félagsins (Capital Markets unit) tók til starfa á öðrum ársfjórðungi, en sviðið hefur umsjón með skammtímafjárfestingum og afleiðuviðskiptum

50 milljóna dala fjárfesting í fjórum fasteignaverkefnum í Bandaríkjunum í samstarfi við fasteignafélagið Bayrock Group. Einnig tilkynnt um fyrsta samstarfsverkefni Bayrock Group og FL Group, kaup á hlut í ?Midtown Miami? þróunarverkefninu

Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir í tilkynningu: ?Við erum stolt af þeim öfluga vexti sem einkennt hefur rekstur FL Group á öðrum ársfjórðungi 2007. Hagnaður þrefaldast, miðað við fyrstu sex mánuði ársins 2006, eignir aukast um 24% frá árslokum 2006 og fjárhagsstaða félagsins er áfram sterk. Þetta þýðir að FL Group hefur því aukið umtalsvert við fjárfestingagetu sína og leit að spennandi tækifærum þvert á atvinnugreinar og landamæri.er í fullum gangi.

Auk þess að styrkja stöðu félagsins í núverandi fjárfestingum hefur FL Group hafið innreið sína á orkumarkaðinum fjárfestingu sinni í Geysi Green Energy, fyrsta félaginu í einkaeigu til að eignast umtalsverðan hlut í almenningsveitu á Íslandi. Þetta verður mjög mikilvægt svið fyrir fyrirtækið þegar fram líða stundir og býður upp á mikil alþjóðleg umsvif.

Þrátt fyrir góða niðurstöðu á fyrstu sex mánuðum ársins 2007 mun FL Group áfram kappkosta að bæta afkomu sína. Þetta er metnaðarfullt markmið en við trúum því að það sé raunhæft og við álítum félagið vel undir það búið að færa sér í nyt þau tækifæri sem bjóðast.?

Um hlutverk FL Group í Glitni segir Hannes: ?FL Group mun halda áfram að vinna að málum Glitnis og hefur enn og aftur á fyrri helmingi ársins ítrekað stuðning sinn við bankann. FL Group er stærsti hluthafinn í Glitni og á þeim forsendum mun fyrirtækið áfram taka virkan þátt í að móta framtíð bankans.?

Um Refresco segir Hannes Smárason: ?Uppbygging Refresco er gott dæmi um það afl sem í FL Group býr. Á þeim 14 mánuðum sem liðnir eru frá því FL Group, ásamt öðrum fjárfestum og stjórnendateymi Refresco, eignuðust fyrirtækið hefur það vaxið hratt og vel með yfirtökum til samræmis við þá stefnu sem eigendur hafa mótað. Refresco er nú stærsta félag Evrópu á sínu sviði og hefur tvöfaldað tekjur sínar á innan við ári. Það hefur náð fótfestu á mikilvægum mörkuðum og markmiðið er að efla og auka enn frekar við starfsemi félagsins.?