Virði yfirdráttarlána hækkaði um rúmlega fjóra milljarða í júnímánuði. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans en í lok júní nam virði yfirdrátta Íslendinga hjá hérlendum lánastofnunum um 163 milljörðum. Um áramótin stóð talan í tæpum 153 milljörðum og því hafa yfirdráttarlánin hækkað um 10 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins.

Það er 6,76 prósent aukning á virði yfirdráttarlána innan íslenska lánakerfisins frá síðustu áramótum. Heildareignir innlánsstofnana námu 2.837 mö.kr. í lok júní og lækkuðu um 105,7 ma.kr. í mánuðinum eða um 3,7%. Af heildareignum innlánsstofnana nema yfirdráttarlán því um 5,75%.