Framkvæmdastjóri orkumála Evrópusambandsins, Andris Piebalgs, setti í dag fram hugmyndir um aukið samstarf Íslendinga við sambandið á sviði orkumála. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins fundaði með Piebalgs í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Meðal þeirra hugmynda sem komu upp úr krafsinu voru samstarfsverkefni aðila í Afríku, samvinna um notkun vetnis sem orkubera og sameiginlegar rannsóknir og átak til aukinnar notkunar jarðhita sem orkulindar.

Í Evrópusambandinu eru nokkur lönd sem ekki hafa nýtt jarðhita sinn. Ísland er í fararbroddi í nýtingu jarðhita og gæti því selt kunnáttu sína til aðildarríkja sambandsins.