Ný rannsókn frá American Medical Association hefur afhjúpað vísbendingar þess efnis að betri fjárhagur hvetji fólk frekar í baráttunni í við aukakílóin. 57 offeitir einstaklingar tóku þátt í rannsókninni.

Öðrum hópnum var lofað peningaupphæð næðu þeir ákveðnum árangri í þyngdarmissi en öðrum ekki. Þeim sem var lofað peningaverðlaunum misstu að meðaltali þrisvar sinnum fleiri kíló en hinn hópurinn.

Fox News greinir frá þessu.

Þó kemur fram í frétt Fox að eftir sjö mánuði hafi allir sem tóku þátt í rannsókninni bætt kílóunum sem fuku aftur á sig