„Í raun eru allir að bíða eftir því að íslenski seðlabankinn geri eitthvað.“ segir Beat Siegenthaler, greiningaraðili hjá T.D. Securities í London, í viðtali við Bloomberg fréttastofuna.

Hann segir enn fremur að íslenski seðlabankinn sé eini seðlabanki heimsins sem ekki hafi brugðist við á einhvern hátt til þess að styðja fjármálakerfið. Seðlabankar um allan heim keppist nú við að dæla peningum inn í fjármálakerfið til þess að hjálpa bönkum sínum.

Á Íslandi sé hinsvegar lítið gert til þess að auka peningaflæði.

Aukinheldur spáir hann því að verðbólga muni rísa í allt að 20% í kjölfar verðfalls krónunnar.

„Margir miðlarar segjast aldrei hafa séð gjaldmiðill hrapa jafn gífurlega á stuttum tíma án þess að seðlabankinn tjái sig nokkuð eða reyni nokkuð til þess að styðja hann“ segir Beat.