Kanadíska kannabis framleiðslufyrirtækið Aurora kaupir samkeppnisaðila á 2,5 milljarða dollara samkvæmt frétt sem birtist í Financial Times .

Í Kanada hefur maríjúana í læknisfræðilegum tilgangi verið löglegt síðan 2013. Það mun þó vera löglegt alfarið frá og með júlí næstkomandi.

Talið er að kanadíski kannabismarkaðurinn verði 6,5 milljarða virði árið 2020 samkvæmt mati eins stærsta banka heims CIBC.

Aurora mun eignast 61% hlut í MedReleaf. Fyrirtækið leggur á ráðin um útþenslu þar sem lögleiðing á kannabisneyslu er að verða algegnari í heiminum.Það er nú þegar 21 land sem heimilar kannabisneyslu í læknisfræðilegum tilgangi.

Umræddur samningur veitir fyrirtækinu framleiðslugetu upp á 570,000 kílógrömm af maríjúana á ári.