Markaðsverð Auroracoin hefur vaxið mjög á undanförnum mánuðum. Um áramótin kostaði hver aur um 5 íslenskar krónur á vefsíðunni bter.com en í dag, 5. maí, er markaðsverðið á kauphöllinni ISX um 40 krónur.

Pétur Árnason, stjórnarformaður Auraráðs, rekur þessa styrkingu Auroracoin fyrst og fremst til frétta af Panama-skjölunum. „Þegar Panama-skjölin koma í fréttir út um allan heim þá fóru margir í þessum rafmyntaheimi að horfa aftur til Auroracoin. Þegar þeir gera það þá taka þeir eftir því að það er búið að leggja gríðarlega mikla undirbúningsvinnu í þetta. Þá fá menn náttúrulega mikla trú á Auroracoin aftur. Þá rjúka markaðirnir upp af því að þá er byrjuð að myndast meiri eftirspurn,“ segir Pétur.

Spurður hvort aðstandendur Auroracoin á Íslandi hafi hagnast á þessum verðbreytingum segir Pétur að það muni líða ansi langt þangað til að hann muni hagnast á aðkomu sinni að Auroracoin miðað við það fjármagn og þann tíma sem hann hefur lagt í starfið. „Þetta ekki gert sem slík fjárfesting heldur fyrst og fremst í trú um að það sé eitthvað sem við getum gert betur og að okkur Íslendingum sé betur borgið í öðru peningakerfi heldur en er í dag.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .