Kauphöllin ISX opnar á morgun, en um er að ræða markað þar sem hægt er að skipta á íslenskum krónum og Auroracoin. Kauphöllin er þróuð af hópi einstaklinga sem tók Auroracoin yfir af huldumanninum sem hannaði rafmyntina. Með opnun ISX er í fyrsta sinn hægt að kaupa og selja Auroracoin með millifærslum inn og út af íslenskum bankareikningum.

Pétur Árnason er stjórnarformaður félagasamtakanna Auraráðs, en það eru samtök áhugamanna um Auroracoin á Íslandi. Hann segir að fólk geti nýskráð sig á kauphallarsíðuna með hjálp Íslykils frá Þjóðskrá.

"Til að kaupa sér Auroracoin er það ekki flóknara en að fara inn í Innlagning þarna hjá okkur. Þar fær fólk tilvísunarnúmer, svo millifærir það á uppgefinn bankareikning og innan fimm mínútna verður innistæða komin inn á kauphöllina, sem þú getur þá notað til að kaupa þér Auroracoin,“ segir Pétur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Vínyll er fyrsta vegan veitingahúsið í Reykjavík.
 • Verkamannaflokkurinn breski glímir við kynþáttavandamál.
 • Umhverfis- og auðlindaráðherra reynir að lækka byggingarkostnað.
 • Hagnaður af rekstri VÍS dróst saman milli ára á fyrsta ársfjórðungi.
 • Frumvarp iðnaðarráðherra takmarkar gistingu.
 • Dósent við viðskiptafræðideild HÍ segir skattkerfið komið að endastöð.
 • Skiptum lauk nýlega á félaginu Byggingahúsið ehf.
 • Verslun með veiðidót hefur tekið mikinn kipp.
 • Gengi Icelandair féll um 11% frá fimmtudegi til mánudags.
 • Svipmynd af Hannesi Frímanni Sigurðssyni, verkefnastjóra Byggingarvettvangs.
 • Ítarlegt viðtal við Ægi Má Þórisson, forstjóra Advania.
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um sósíalisma.
 • Óðinn fjallar um frelsi utan rekstur ríkissjóðs.