Eigendur skartgripaverslunarinnar Aurum ehf. vilja koma því á framfæri að frétt Viðskiptablaðsins frá því í gær, 25. nóvember, um félagið Aurum Holding tengist ekki á nokkurn hátt skartgripaversluninni Aurum. Segir í fréttatilkynningu að margir hafi ruglað félaginu Aurum Holding, sem fjallað var um í Viðskiptablaðinu, við Aurum skartgripaverslun.

Fréttatilkynning frá Aurum skartgripaverslun í heild:

„Eigendur skartgripaverslunarinnar Aurum ehf. Bankastræti 4, vilja koma eftirfarandi fréttatilkynningu á framfæri.

Í Viðskiptablaðinu d. 25. nóvember 2010 var birt frétt um Jón Ásgeir og lánveitingu Glitnis til FS38 ehf. vegna kaupa félagsins á hlut í Aurum ehf.  Hér er átt við Aurum holding í London.

Margir hafa ruglað þessu saman við skartgripaverslunina Aurum ehf. Bankastræti 4.

Eigendur Aurum ehf. Bankastræti 4 vilja því koma á framfæri að engin eignatengsl séu á milli Jón Ásgeir og hans eignafélaga og Aurum ehf.  Bankastræti 4 og hefur aldrei verið.  Fyrirtækið Aurum ehf. selur íslenska skartgripi og aðra hönnunar- og lífstílsvörur.  Fyrirtækið var stofnað fyrir 11 árum af Karli Jóhanni Jóhannssyni og Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur skartgripahönnuði og er í 100% eigu þeirra.“