Hæstiréttur Íslands hefur fallist á ómerkingarkröfu saksóknara í Aurum-málinu, þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Fer málið því aftur fyrir héraðsdóm.

Í héraðsdómi höfðu þeir allir verið sýknaðir af ákæru í málinu. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu og krafðist ómerkingar dómsins vegna ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í málinu, við Ólaf Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Al-Thani málinu fyrir skemmstu.