Sérstakur saksóknar hefur gefið út fjórar ákærur í hinu svkollaða Aurum-máli.

Það eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs, Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, og Bjarni Jóhannesson sem einnig er fyrrverandi starfsmaður Glitnis.

Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí árið 2008. Þeir Magnús Arnar og Lárus eru ákærðir sem aðalmenn en Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn. Frá þessu greinir visir.is.

Lárus Welding er einnig meðal hinna ákærðu í Vafningsmálinu svokallaða en dómur verður kveðinn upp í því þann 28. desember næstkomandi.