Alþjóðabankinn varar við mögulegum áhrif skuldakreppunnar á evrusvæðinu á vöxt landa í Austur-Asíu. Bankinn spáir því að hagvöxtur á svæðinu dragist saman nú á árinu.

Á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC er haft eftir bankanum að „alvarlegt áfall“ á evrusvæðinu gæti haft umfangsmikil áhrif á hagvöxt og eftirspurn eftir útflutningsafurðum landi í Austur-Asíu.

Bankinn segir löndin þurfa að taka til aðgerða til að auka innlenda eftirspurn og koma þannig jafnvægi á eigið hagkerfi. Löndin verði þannig betur undirbúin.

Alþjóðabankinn varaði jafnframt við því að samdráttur í Kína, sem hefur verið meiri en búist var við, hafi eðli málsins samkvæmt töluverð áhrif á svæðinu.