*

sunnudagur, 17. janúar 2021
Innlent 28. janúar 2012 09:34

Austurálma Orkuveituhússins til sölu

Kaupendum eða leigjendum í húsi OR býðst að samnýta mötuneyti og líkamsræktaraðstöðu sem er í kjallaranum.

Ritstjórn
Orkuveituhúsið
Birgir Ísl. Gunnarsson

Öll austurálma Orkuveituhússins að Bæjarhálsi hefur verið auglýst til sölu eða leigu. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Fasteignasalan Miklaborg sér um sölu- eða leiguferlið.

Þröstur Þórhallsson fasteignasali segir að nú sé verkefnið að fara af stað en byggingin var auglýst skömmu fyrir áramót.

Austurhluti hússins er 2850 fermetrar að stærð og er samtengdur allri byggingunni. Kaupendum eða leigjendum býðst að samnýta mötuneyti og líkamsræktaraðstöðu sem er í kjallara hússins. Aðspurður um verðmiða segir Þröstur að óskað sé eftir tilboðum og í kjölfarið viðræðum.