Ríkissjóður Austurríkis og þýski bankinn Deutsche Bank tilkynntu í dag um stækkun skuldabréfaútgáfu sinnar í íslenskum krónum.

Skuldabréfaútgáfa Austurríkis nemur nú 12 milljörðum en bankinn bætti þremur milljörðum við útgáfuna í dag. Deutsche Bank stækkaði sína útgáfu um tvo milljarða og nemur útgáfan nú 8,5 milljörðum.

Sérfræðingar segja nýlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans um 75 punkta í 10,25% hafa ýtt undir skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í íslenskum krónum og talið er að útgáfan styrki krónuna enn frekar.