Fall íslensku bankanna teygir anga sína vítt og breitt um fjármálakerfið í Evrópu og í austurrískum fjölmiðlum er staðhæft að verðmæti skuldabréfa íslenskra banka sem eru í eigu austurrískra banka nemi 2,6 og hugsanlega allt að þremur milljörðum evra, eða allt að 450 milljörðum íslenskra króna ef miðað er við að evran kosti 150 krónur.

Fullyrt er að þar í landi sé enginn stór banki sem ekki eigi eitthvað undir gagnvart Íslandi. Í austurríska blaðinu Kurier er því haldið fram að stærsti hluti þessarar upphæðar sé hjá austurríska bankarisanum Raiffeisen og að heildarupphæðin sem þarlend fjármálafyrirtæki eigi í skuldabréfum íslensku bankanna nemi þremur milljörðum evra.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .