Einstaklingum býðst nú að láta Auði Capital sjá um umsýslu og ávöxtun séreignasparnaðar eða viðbótarlífeyrissparnaðar eins og hann er stundum nefndur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en þessi nýja þjónusta nefnist FramtíðarAuður-séreign.

Í tilkynningunni kemur fram að ávinningur launþega af séreignasparnaði er ótvíræður og vill Auður hvetja til þess að fólk haldi áfram að leggja í séreignarsparnað með því að bjóða upp á valkost sem veitir raunverulegt mótvægi við þá kosti sem í boði eru.

„Sem vörsluaðili séreignarsparnaðar leggur Auður Capital sérstaka áherslu á gagnsæi, óháða stöðu, áhættumeðvitund og langtímaárangur,“ segir í tilkynningunni.