Stærstu eigendur Auðar Capital eru stofnendurnir Halla Tómasdóttir og Kristín Pétursdóttir. Félög þeirra, HT Capital og KP Capital, á hvort um sig tæplega 17% hlut en til samans ráða félög þeirra yfir liðlega 48% af atkvæðamagni. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir er þriðji stærsti hluthafinn með 10% hlut en það sem eftir stendur, eða liðlega 56% af hlutafé Auðar Capital, deilist á 25 aðra smærri hluthafa.

Fram kemur í ársreikningi félagsins að laun Kristínar, sem er forstjóri Auðar, og Höllu, sem er starfandi stjórnarformaður, námu tæpum 18 milljónum í fyrra en það táknar að hvor um sig var með um 1,5 milljónir í laun á mánuði. Tekið skal fram að stjórnendur og forstjóri Auðar áttu ekki kaupréttarsamninga og fengu heldur ekki greidda bónusa árin 2008. og 2009.