*

laugardagur, 23. október 2021
Innlent 14. ágúst 2021 12:05

Ávaxtaði sitt Pund

Pund ehf., fjárfestingarfélag Hannesar Hilmarssonar, hagnaðist um 698 milljónir króna í fyrra.

Ritstjórn
Hannes Hilmarsson.

Pund ehf., fjárfestingarfélag Hannesar Hilmarssonar, stærsta hluthafa og stjórnarformanns Air Atlanta, hagnaðist um 698 milljónir króna á síðasta ári og ríflega tvöfaldaðist hagnaðurinn frá fyrra ári.

Arðstekjur félagsins námu ríflega 725 milljónum króna, samanborið við 332 milljónir króna árið áður. Eignir félagsins námu 1,3 milljörðum króna í lok síðasta árs og eigið fé nam tæplega 1,3 milljörðum króna.

Fyrr í sumar greindi Viðskiptablaðið frá því að Pund ætti fimm milljónir hluta í Play, sem samsvarar um 1,05% hlut í flugfélaginu. Nemur virði hlutarins 110,5 milljónum króna þegar þetta er skrifað.

Þá greindi Morgunblaðið frá því skömmu áður að dýrasta þakíbúð landsins, við Vatnsstíg 20-22, væri komin í eigu Punds. Kaupverðið ku hafa numið 365 milljónum króna. Er íbúðin 314,4 fermetrar og nam fermetraverð því ríflega 1,1 milljón króna.

Stikkorð: Air Atlanta Pund Play Hannes Hilmarsson