Innflutningur á átta matvælaflokkum hefur aukist til mikilla muna frá árinu 2007 í krónum talið.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur verðmæti á innfluttum kartöflum á fyrstu átta mánuðum hvers árs aukist um 177,9%, eða farið úr 86 milljónum króna í 239 milljónir. Þá hefur innflutningur á kaffi aukist úr 517 milljónum króna í 1.417 milljónir, sem er hlutfallsleg aukning upp á 174,1%. Innflutningur á ávöxtum hefur nær tvöfaldast, eða úr 1.665 milljónum árið 2007 í 3.350 milljónir á fyrstu átta mánuðum ársins í ár.

Minnst hefur aukningin orðið í grænmetisinnflutningi, en nemur þó 50,6%.

Á fyrstu átta mánuðum ársins 2007 var flutt inn grænmeti fyrir 1.215 milljónir, en á sama tímabili í ár nam innflutningurinn 1.830 milljónum.