Ríkið greiðir rúman milljarð í niðurgreiðslur til hitunar húsa sem ekki njóta hitaveitu á ári hverju og hitun með rafmagni eða olíu er margfalt dýrari en með hitaveitu.

Hagsbætur þjóðarbúsins af hitaveitu eru miklar og hafa verið nefndar tölur í kringum við 20 milljarða á ári. Sparnaður einstaklings í Reykjavík af að hita hús sitt með hitaveitu í stað rafmagns er a.m.k. 80.000 kr. á ári.

Nýverið var haldið upp á 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi.

Á slíkum tímamótum er ekki úr vegi að velta fyrir sér hve mikinn hag Íslendingar hafa af hitaveitum og jarðhita hér á landi. Ljóst er að hann er mikill, enda engin þjóð sem stendur Íslendingum framar í nýtingu jarðhita.

Sérfræðingar telja hag þjóðarbúsins af hitaveitu nema að minnsta kosti 20 milljörðum á ári. Fjórfalt dýrara væri að hita hús í landinu með rafmagni og áttfalt dýrara með olíu.

_____________________________________________

Nánar er fjallað um málið í úttekt í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .