*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 9. febrúar 2006 10:34

Avion Group kaupir annað stærsta leiguflugfélag Frakklands

Ritstjórn

Avion Group hefur keypt franska leiguflugfélagið Star Airlines. Það er annað stærsta leiguflugfélag Frakklands, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Heildartekjur Star Airlines voru 13 milljarðar króna árið 2005 og rekstrarhagnaður án afskrifta 142 milljónir króna.

Ráðgert er að hagræða töluvert í rekstri og því væntir Avion Group betri afkomu á næsta ári.

?Star Airlines er frábært tækifæri fyrir Avion Group til að vaxa á meginlandi Evrópu. Fyrirtækið veitir okkur aðgang að stórum markaði en íbúar Frakklands eru um 60 milljónir," segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group.

Kaupverðið er trúnaðarmál en kaupin eru fjármögnuð bæði með eigin fé og lánsfé.