Avion Group opnar nýar höfuðstöðva AVION HOUSE, í Hlíðasmára 3, Kópavogi í dag föstudag, 15 apríl, klukkan 16. Móttakan verður haldin á 5. hæð hússins, til vinstri, þar sem Gunnar I. Birgisson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og Hansína Á. Björgvinssdóttir, bæjarstjóri Kópavogs munu formlega afhenda Avion Group húsið fyrir hönd Stafna á milli ehf. og Eignarsmára ehf.

Að því loknu mun Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra opna hin nýju húsakynni og stjórnarformaður Avion Group, Magnús Þorsteinsson, ávarpa gesti. Húsið er hannað af arkitektastofunni TARK og innréttað af verktakafyrirtækinu Eignasmári ehf. Fanney Hauksdóttir, arkitekt hjá AVH ehf., sá um alla hönnun innanhúss.

Auk starfsemi Avion Group er öll starfsemi flugfélagsins Air Atlanta Icelandic, dótturfélags Avion Group, flutt í húsið, en starfsemi Air Atlanta Icelandic og Íslandsflugs var sameinuð um áramótin. 220 manns starfa nú í nýjum höfuðstöðvum félaganna í Hlíðasmára 3.