Hlutabréf Nýherja hækkuðu mest í Kauphöllinni dag eða um 1,43% en viðskiptin voru sáralítil. Önnur hlutabréf hækkuðu innan við 1%. Avion Group hélt áfram að lækka eða um 2,53%. Lokagengi var 42,40.

Í heild námu viðskipti með hlutabréf 3.358 milljónum króna. Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega og endaði í 6 005,61 stigum.

Mest voru viðskipti með hlutabréf Dagsbrúnar eða 1.540 milljónir króna, en í morgun var tilkynnt um kaup félagsins á Securitas. Þá var einnig tilkynnt um kaup Milestone á bréfum Dagbrúnar af Riko Corp., félagi í eigu Sigurðar Ásgeirs Bollasonar og Magnúsar Ármanns, eða um 5,62% af heildar hlutafé Dagsbrúnar. Eftir kaupin á Milestone 7,9% í Dagsbrún.