Avion Aircraft Trading á nú í viðræðum við Airbus vegna kaupa á 8 Airbus A330-fraktvélum.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins stendur til að fækka vélum á kauprétti og fresta afhendingu en að sögn Davíðs Mássonar, framkvæmdastjóra Avion, standa viðræður enn yfir en ekki sé komið í ljós hvað verður.

Davíð segir að allar vélar Avion séu nú í útleigu. Til stóð að selja tvær vélar í upphafi árs en vegna markaðsaðstæðna hafi það hins vegar ekki gengið eftir. Þær vélar eru nú í leiguverkefnum í Þýskalandi. Aðrar vélar félagsins eru í verkefnum í Lettlandi og Bandaríkjunum.