Boðaður hefur verið hluthafafundur í Avion Group hf. þar sem lagt er til að nafni félagsins verði breytt í Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands (Hf. EImskipafélag Íslands).

Hluthafafundurinn verður haldinn 21. nóvember næstkomandi er einnig leitað eftir heimild til lántöku og að lánið verði með breytirétti í hlutafé.

Dagskrá fundarins er:

1. Tillögur um breytingu á samþykktum félagsins:

a. Tillaga um breytingu á 1. gr. um að nafni þess verði breytt í Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands (Hf. Eimskipafélag Íslands).

b. Tillaga um breytingu á 4. gr. um heimild til stjórnar til lántöku með sérstökum skilyrðum skv. VI. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Verði stjórn heimilað að taka lán að fjárhæð allt að CDN$ 100,000,000 með 15% föstum ársvöxtum sem breyta megi í hluti í félaginu. Skal skuldareigendum heimilt að breyta láninu hvenær sem er frá útgáfudegi skuldaskjala til 31. desember 2011. Verði stjórninni heimilað að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 200.000.000 að nafnverði til að mæta skuldbindingum þessum. Forgangsréttur hluthafa til aukningarinnar fylgi ekki aukningu samkvæmt þessari heimild.

c. Tillaga um breytingu á 4. gr. um heimild til stjórnar að hækka hlutafé félagsins. Núverandi heimild stjórnar til hlutafjárhækkunar um allt að kr. 206.400.865 verði aukin um kr. 200.000.000 eða í kr. 406.400.865 sem stjórnin má nýta í áföngum á næstu fimm árum. Forgangsréttur hluthafa til aukningarinnar fylgir ekki heimild þessari.


2. Kjör tveggja stjórnarmanna.

3. Önnur mál.