*

þriðjudagur, 21. janúar 2020
Fólk 6. september 2019 14:15

AVIS ræður Arnþór sem sölustjóra

Arnþór Jónsson tekur við starfi sölustjóra innanlandsmarkaðar hjá AVIS, en var áður verkefnastjóri.

Ritstjórn
Arnþór Jónsson er nýr sölustjóri AVIS, sem er ein stærsta bílaleiga landsins.
Aðsend mynd

Arnþór Jónsson hefur tekið við sem sölustjóri innanlandsmarkaðar hjá bílaleigunni AVIS en starfið er tilkomið vegna aukinna umsvifa og mikils vaxtar á starfssemi AVIS innanlands. Arnþór þekkir vel til hjá AVIS en hann starfaði áður sem verkefnastjóri á innanlandsmarkaði.

Arnþór starfaði áður sem ráðgjafi á fyrirtækjasviði hjá Intrum/Motus ehf. á árunum 2010 til 2018 áður en hann gekk til liðs við AVIS.

Hann lauk M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum með áherslu á kínversku og markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008.

AVIS er ein af stærstu bílaleigunum sem starfa á Íslandi en auk þess að leigja út bíla er fyrirtækið með flotalausnir fyrir fyrirtæki sem og langtíma- og vetrarleigu. Hjá AVIS starfa um 150 manns.

Stikkorð: bílaleiga Arnþór Jónsson AVIS